Miðsumarmót á kænum – Tilkynning

/ júní 24, 2009

TILKYNNING UM KEPPNI / NOTICE OF RACE
 
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey tilkynnir hér með:

Miðsumarmót verður haldið á kænum á Fossvogi og Skerjafirði laugardaginn 27. Júní.1 REGLUR
1.1 Í mótinu gilda Kappsiglingareglur ISAF The Racing Rules of Sailing.
1.2 Í mótinu gilda einnig Kappsiglingafyrirmæli Siglingasambands Íslands
1.3 Einnig gilda reglur ÍSÍ, reglur um búnað og lyf.
1.4 Engar breytingar á reglum aðrar en þær sem hér hafa verið taldar, sem nauðsinlegt er að vita af fyrir fram verða gerðar. Breytingar birtast í kappsiglingafyrirmælum.
1.5 Ef íslenskar og enskar reglur stangast á þá glidir enska útgáfan. If there is a conflict between languages the English text will take precedence.
1.6 Keppnin er opin fyrir allar kænur sem hafa forgjöf samkvæmt lista SÍL.

2 Auglýsingar
2.1 Um auglýsingar gilda samþykktir og reglur Siglingasambands Íslands.
2.2 Keppendum getur verið gert að bera auglýsingar á bát eða búnaði.

3 Þátttökuréttur og keppnisgjöld
3.1 Keppnin er opin þeim sem taldir eru upp í 1.6.
3.2 Keppnisgjald er 1000,-kr. á mann. 500,-kr. aukagjald bætist við skráningu báts sem ekki hefur tilkynnt þátttöku tímanlega.
3.3 Tilkynning um þátttöku fari fram á heimasíðu brokey.is (hér fyrir neðan).
3.4 Ganga skal frá endanlegri skráningu bát og áhafnar fyrir skipsstjórafund sem er klukkustund fyrir fyrstu keppni.

4 Keppnisbrautir
4.1 Keppt er á braut sem keppnisstjórn setur út og er kynnt nánar á skipsstjórafundi.

5 Áætlun
Skipsstjórafundur er klukkan 9:00,  Fyrsta ræsing er klukkan 10:00, aðrar ræsingar fljótlega á eftir samkvæmt upplýsingum á skipsstjórafundi.

(a) Keppni getur verið felld niður eða frestað til annars dags samkvæmt ákvörðun keppnisstjórnar.

(b) Tímasetningar geta breyst og eru tilkynntar á skipsstjórafundi.

6 Mælingar
6.1 Bátar skulu uppfylla skilyrði „class rules“.
6.2 Taka má báta til mælinga bæði fyrir og eftir keppni.

7 Kappsiglingafyrirmæli
7.1 Kappsiglingafyrirmæli verða afhent á undan eða á skipsstjórafundi.

8 KEPPNISSVÆÐI
 Keppnissvæðið nær til Skerjafjarðar og allra innfjarða hans.

9 KEPPNISBRAUTIR
9.1 Keppnisstjórn tilkynnir á skipsstjórafundi hvaða leið skuli sigla og fyrir hvaða merki skuli farið.

9.2 Keppnisbrautin er teiknuð á kort í félagsaðstöðu. Það er á ábyrgð hvers keppanda að afla sér upplýsinga um brautina.

10 STIGAGJÖF
10.1 Notað verður lágstigakerfi samkvæmt Viðauka A.
10.2 Sigld er ein til fimm umferðir samkvæmt upplýsingum á skipsstjórafundi.

11 BÚNAÐAR OG MÆLINGASKOÐUN
Skoða má bát eða búnað hvenær sem til að sannreyna að hann standist IRC mælingu og kappsiglingafyrirmæli.

12 FJARSKIPTI
Bátur skal ekki eiga talstöðvarsamskipti meðan á keppni stendur önnur en þau sem heyra má í öllum bátum. Þetta á einnig við um farsíma.

13 VERÐLAUN
Verðlaun verða gefin fyrir:

Fyrsta til þriðja sæti heildar úrslita útreiknað samkvæmt forgjöf.

14 ÁBYRGÐ
Þátttakendur taka þátt í mótinu algerlega á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna tjóns eða líkamsskaða eða dauða í tengslum við, á undan, eða eftir eða meðan á keppni eða mótinu stendur.

15 TRYGGINGAR
Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

Skráið hér fyrir neðan:

TILKYNNING um þátttöku:

Bátstegund, seglanúmer ef það er vitað, eða nafn báts, nöfn keppenda.

Skilið svo til keppnisstjórnar, FYRIR skipsstjórafund: 1000,- kr fyrir hvern keppanda í seðlum.

Share this Post