Milljón króna marhnútur

/ september 4, 2008

{mosimage}Komið hefur í ljós að bátar sem eiga leið um Reykjavíkurhöfn eru að lenda í því að fá girni í skrúfuna. Nokkrir skútueigendur kannast við að hafa hreinsað girni af skrúfuöxlum sínum á haustin. Á Dís olli þetta milljón króna tjóni þar sem girnið eyðilagði pakkdós á skrúfuöxlinum með þeim afleiðingum að gírolían fór af drifinu. Það olli því að drifið eyðilagðist. Bara varahlutirnir kostuðu rúm 700 þúsund. Með vinnu er það nálægt milljón króna tjóni. Snarfarabátar kannast af sögn við þetta líka. Reynið því að forðast veiðigræjur þeirra sem eru að veiða í innsiglingunni. Við munum að sjálfsögðu fara fram á það við hafnaryfirvöld að það verði bannað að veiða í innsiglingunni. Báteigendum er bent á að fylgjast vel með olíuhæð á gír.

Share this Post