Milt vor

/ febrúar 24, 2009

Ef það frýs ekki í febrúar þá fer að verða fátt um fína drætti fyrir ísbátasiglingar. Almættið dælir til okkar heitu suðrænu lofti vikum saman, svo leitun er að öðru eins. Að vísu fraus hressilega í upphafi árs en svell með snjó er ekki skautaís. Ef ekki kemur góður frostakafli fljótlega þá er ljóst að það er ekkert annað að gera en að fara að gera skútuna klára fyrir sumarið. Sumir eru reyndar tilbúnir í sjálfu sér, tóku aldrei á land og hefur sú tilraun gefið góða raun. Það þarf samt að botnmála og sinna þessum venjubundnu vorverkum.

Share this Post