Mótaskrá 2008

/ desember 4, 2006

Dagskrá ársins 2008 er tæmd, en við leyfum þessu að standa þar til mótaskrá 2009 hefur verið samþykkt.

{mosimage}

{mosimage}

Æfingakeppnir Brokeyjar í kjölbátasiglingum sumarið 2008
Tilkynning um keppni NOR

Æfingakeppnir Brokeyjar, Siglingafélags Reykjavíkur verða haldnar á sundunum við Reykjavík 15. maí til 11. september.

1 Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a) Kappsiglingareglum ISAF 2005 til 2008
b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c) Kappsiglingafyrirmælum sem kynnt eru á skipstjórafundi fyrir hverja keppni
d) Reglum um IRC forgjöf

2 Þátttökuréttur
Öllum er heimil þáttaka, hvort sem þeir eru skráðir í siglingafélag eða ekki

3 Skráning
Skráning skal fara fram í hátíðarsal Brokeyjar áður en keppni hefst

4 Þátttökugjald
1.800 kr á bát fyrir hverja keppni

5 Forgjöf
Keppt er samkvæmt IRC forgjöf og skulu bátar framvísa gildu mælibréfi. Bátum sem ekki hafa gilda forgjöf verður úthlutað forgjöf

6 Tímaáætlun
Start í hægasta flokki kl. 18:00 síðan verða seinni flokkar einn eða tveir í viðbót ákveðnir í samræmi við forgöf. Miðað er við að keppni taki almennt um tvo tíma
Fyrsti bátur skal vera kominn í mark kl. 21:00, annars er keppi sjálfkrafa aflýst.
Síðasti bátur skal vera kominn í mark kl. 22:00, annars er hann sjálfkrafa úr leik.
Hver bátur skal vera kominn í mark einni og hálfri klukkustund á eftir fyrsta bát, annars er hann úr leik.

7 Ábyrgð
Allir sem taka þátt gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í keppni.

8 Verðlaunaafhending
Farandverðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti að lokinni hverri keppni í hátíðarsal Brokeyjar.

 

Keppendum ber skylda til að aðstoða við keppnisstjórn eða sjá alveg um keppnisstjórn samkvæmt eftirfarandi uppröðun sem byggð er á úrslitum síðasta árs:
Hver bátur útvegar nægjanlega marga til að sjá algerlega um keppnisstjórn, báturinn má taka þátt en skipsstóra ber skylda til að vera keppnisstjóri.
Lágmark er að senda tvo í keppnisstjórn. Hver einasti keppandi verður þó að taka einu sinni þátt í keppnisstjórn á hverju sumri, en ekki endilega með sinni áhöfn.

Þessir einstaklingar sá svo um lagningu brautar í samráði við keppnisstjóra. Ræsingu, tímatöku, útreikninga og birtingu úrslita. Einnig móttöku formlegra kvartana frá keppendum ef einhverjar eru.
Nafn fyrir aftan hvern bát er ábyrgðaraðili, þeas. sá sem ber ábyrgð á að mæta sjálfur ásamt aðstoðarfólki eða útvega einhvern í sinn stað ásamt aðstoðarfólki.

Þegar keppendur eru allir búnir að sjá um keppnisstjórn einu sinni þá er raðað upp aftur þannig að sá sem er fyrstur að stigum í keppni sumarsins sér um keppnisstjórn í næstu keppni. Í það sinn ræður skipsstjóri hvort hann mætir sjálfur eða sendir aðra í sinn stað.

 

Sinni keppandi ekki þeirri skyldu sinni að sjá um keppnisstjórn skal það mál tekið upp sama kvöld og refsing valin af hópi þeirra keppenda sem sviknir voru um keppnisstjórn það kvöldið

Mælt er með refsingum eins og til dæmis: Niðurfellingu bestu stiga einnar til tveggja keppna. Eða: Einn umgang af öli á alla sem sviknir voru um keppnissjtórn það kvöldið. Eða aðra sambærilega refsingu.

Kærur (formlegar kvartanir): Stundum brjóta menn kappsiglingareglurnar í hita leiksins. Þriðjudagskeppnir eru fyrst og fremst æfingar og skemmtun.

Í þriðjudagskeppnum er mælt með eftirfarandi meðferð:
Keppandi telur að regla eða reglur hafi verið brotnar. Keppandi ber málið sama kvöld upp við gamalreynda keppendur og ræðir málið við þá. Komist þeir að sameiginlegri niðurstöðu að regla hafi verið brotin þá hafa þeir samband við þann sem braut regluna. Samþykki hann brot sitt gera þeir það upp sín á milli (mælt er með einum umgang af öli eða sambærilegu).
Samþykki aðili ekki brot sitt má þá skila formlegri kvörtun (kæru) næsta þriðjudag á eftir hið síðasta. Báðir aðilar hafa svo eina viku til að lesa sér til um reglurnar.
Einni viku síðar er málið svo tekið fyrir af keppnisstjórn í sal eftir keppni. Hefur þá hvor aðili fyrir sig hámark 15 mínútur til að flytja mál sitt. Keppnisstjórn skal svo bera málið undir viðstadda. Skal sú umræða ekki standa lengur en 10 mínútur. Skal svo dæma með handauppréttingu í sal.
Refsing er samkvæmt reglum DSQ (Disqualified) eða dæmdur úr leik. Ekki er hægt að áfría þeim úrskurði nema um brot sé að ræða á grundvallarreglum sem fjalla um íþróttamannslega framkomu eða heyra undir ÍSÍ.

Að öðru leiti eru keppendur minntir á að kappsiglingar er heiðursmannaíþrótt. Um leið og keppandi áttar sig á því að hann hefur brotið reglurnar þá bætir hann fyrir brot sitt eða hættir keppni í þeirri umferð.

Share this Post