Mótvindur… eða ekki

/ maí 21, 2007

{mosimage}Flestir sem siglt hafa skútu hingað frá meginlandi Evrópu hafa lent í mótvindi. Hann leikur menn misgrátt. Eflaust langar flesta til að losna við barninginn og eiga ljúfa siglingu heim.
Nú er hægt að reikna líkur þess að lenda í mótvindi og raunar hvernig líklegt er að vindar muni blása miðað við árstíma…



Til gamans skulum við skoða hvernig meðalvindar (og -straumar) hafa áhrif á heimsiglingu, annars vegar frá Hamborg og Brest hins vegar.

Við notum forritið Visual Passage Planner sem byggir á vind- og straumaupplýsingum frá NOAA (National Oceanic & Atmospheric Administration). Við tökum sem dæmi léttsiglandi 10 m langan bát með dæmigerðri vindrós. Til einföldunar gerum við ráð fyrir beinni siglingarleið frá þessum stöðum að Reykjanestá.

Meðal helstu upplýsinga:


{mosimage}


Í báðum tilfellum virðist júlí verstri mánuðurinn fyrir heimsiglingar. Yfir 60% líkur eru á mótvindi í júlí og ágúst frá Hamborg og því ekki spennandi. Þó að september bjóði upp á mikinn meðalhraða er meðalvindurinn 2-3 hnútum meiri þannig að meiri hætta er á brælu. Maí virðist bjóða uppá skemmtilegar siglingar með þokkalegum líkum á lensi eða aftan við þvert.

Nánari upplýsingar um forritið eru á www.digwave.com. Ef einhver vill skoða þetta forrit betur, t.d. vegna fyrirhugaðrar heimsiglingar fæst það að láni hjá Magnúsi Waage á Dögun sem líka getur lánað rafræn kort.

Share this Post