Myndir frá opnunarmóti kæna

/ júní 10, 2010

Ýmir stóð fyrir opnunarmóti kæna í Fossvogi í góðviðrinu á laugardaginn síðasta. Brokeyingar kepptu þar í tveimur flokkum: Optimist A og opnum flokki (Laser og Topper Topaz) – þrjár umferðir í hverjum flokki. Nú eru komnar myndir af mótinu á vef Ýmis.

Okkar fólk stóð sig með miklum ágætum á þessu fyrsta kænusiglingamóti sumarsins. Íslandsmeistarinn í Optimist B frá því í fyrra, Búi Fannar Ívarsson, Brokey, landaði öðru sæti í Optimist A en sigurvegari var Gunnar Úlfarsson hjá Nökkva. Lína Dóra Hannesdóttir, Brokey, var í fjórða sæti og Björn Bjarnason, Brokey, í því sjötta. Í opna flokknum sigraði Gauti Elfar Arnarsson frá Nökkva á Laser en Íslandsmeistararnir á Topaz, Hilmar Páll Hannesson og Hulda Lilja Hannesdóttir hjá Brokey lentu í öðru sæti á Topper Topaz. Karl Steinarsson, Brokey, var í fjórða sæti á Laser

Úrslitin er að finna í heild sinni á vef Ýmis.

Share this Post