Myndir frá Sumarmóti

/ júlí 19, 2009

Sólin skein á keppendur í Sumarmóti Brokeyjar í Fossvoginum í gær. Keppt var á níu Optimistum, tveimur Topper Topaz og sex Laser. Það var vel mætt frá hinum siglingafélögunum og oft harður atgangur við baujurnar. Nornin lék hlutverk keppnisstjórabáts og tók sig einkar vel út. Vindur var fremur léttur og ótrúlegt að sjá hvað margir náðu góðum hraða á bátunum.

 Öll segl dregin að húni við félagsaðstöðu Brokeyjar
 
 Á skipstjórnarfundi um morguninn
 
 Anna og Kári fara yfir baujurnar
 
 Kænuflotinn sjósettur
 
 Seglin ber við fjarðarmynnið
 
 Áhorfendur fengu að sjá glæsileg tilþrif hjá Lasersiglurunum
 
 Fjólubláu og hvítu seglin störtuðu saman
 
 Eins gott að hafa sólarvörnina við hendina eins og veðrið var í gær
 
 Staðan tekin í hádegishléi
 
 Smárinn blómstrar í girðingunni hjá Brokey
 
 
 
 
 
Share this Post