Seglskútunámskeið

Á hverju sumri stendur félagið fyrir námskeiðum á  seglskútur (kjölbáta) fyrir 18 ára og eldri. Fjölda námskeiða er í boði yfir sumartímann en félagið er með aðstöðu á Ingólfsgarði. Félagið á tvo seglbáta af gerðinni Secret 26 en þessir bátar taka 6 í áhöfn en við miðum við að vera með ekki fleirri en 4 þátttakendur á hverju námskeiði fyrir sig. Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði siglinga á stærri seglskútu og miðast við byrjendur og lengra komna. Þátttakendur læra undirstöðuatriði siglinga, að seglbúa og sigla spennandi seglskútu. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá reynslu í að sigla á seglskútu fyrir verklega þátt skemmtibátaskírteinis.

Skráning hér:  https://www.sportabler.com/shop/brokey

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

  • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
  • Að stýra eftir vindi og áttavita.
  • Meðhöndlun reipa og helstu hnútar.
  • Helstu siglingareglur varðandi seglskip.
  • Öryggistækin um borð neyðarblys, kastlína, slökkvitæki og talstöð.
  • Að bregðast við ef maður fellur fyrir borð.

Námskeiðin eru um það bil 12 tímar að lengd. Þetta eru kvöldnámskeið, kennd mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Frá kl. 18:00 til 21:00.  Mæting er á Ingólfsgarð (bak við Hörpuna). Sjá kort hér.

Hringið í 695-3213 fyrir frekari upplýsingar.