Niðurrif í Nauthólsvík

/ júní 25, 2012

Ráðgert er að vera með svokallaðan niðurrifsdag í Nauthólsvík n.k. miðvikudag frá kl. 18:00 og fram eftir kvöldi.

Ekki er planið að rífa niður húsið heldur einungis klæðninguna að innanverðu í salnum, en þetta er partur af áætluninni sem Reykjavíkurborg veitti okkur smá styrk í að framkvæma nú í sumar.

Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta. Gott væri ef einhverjir geta komið með kúbein og þessháttar.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Kænudeildin.

Share this Post