„No Way Back“ kemur í nótt
Seglskútan No Way Back er 60 feta (18m) löng og er síðasta kynslóð af IMOCA 60 (sjá nánar). Skipstjórinn er Pieter Heerema (65 ára) sem er að undirbúa þáttöku í Vendée Globe keppninni sem hefst 6. nóvember í Les Sables d’Olonne. Skútan er væntanlegur á bryggjuna á Ingólfsgarð í nótt eða á morgun og verður hér í nokkra daga.
Vendée Globe er ein erfiðasta siglingakeppni heims. Þátttakendur sigla einir síns liðs kringum jörðina og mega ekki koma í land eða þiggja neina hjálp á leiðinni.
Sjá nánar: https://www.facebook.com/NoWayBackSailing/
Teikningar/stærðir: Top viwe og Pontoon View



