NOR – Lokamót kjölbáta

/ september 10, 2009

Brokey – siglingafélag Reykjavíkur heldur lokamót kjölbáta laugardaginn 12. september. 

Keppt verður á sundunum við Reykjavík og hefst keppni kl. 11:00.

Spáin gerir ráð fyrir góðri sunnanátt.


[ Mynd frá lokamótinu í fyrra ]

Sjá Tilkynningu um keppni – NOR: Notice of Race – með því að smella á „Nánar“ hér fyrir neðan:

 

Tilkynning um keppni

1   Reglur

     Keppt verður samkvæmt: 

     a) Kappsiglingareglum ISAF 2009 til 2012 

     b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL 

     c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins. 

2   Auglýsingar 

     Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum. 

3   Þátttökuréttur 

     Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. 

4   Þátttökugjald 

     Þátttökugjald á hvern þátttakanda (hvern áhafnarmeðlim) verður kr. 1.000,-

     Þátttökugjald verður innheimt á skipstjórnarfundi. Ætlast er til að þátttakendur greiði keppnisgjald með seðlum, fyrir skipsstjórafund. Sjá  þó 9. grein.

5   Tímaáætlun 

     12. september: 

               Móttaka þátttökugjalds og afhending kappsiglingafyrirmæla frá  kl. 9:30 – 10:00. 

               Skipstjórnafundur kl. 10:00. 

               Viðvörunarmerki kl. 10:55

     Bátar sem ekki ná að ljúka keppni innan klukkustundar eftir að fyrsti bátur kemur í mark falla sjálfkrafa úr keppni.

6   Mælingar 

     Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta. 

7   Kappsiglingafyrirmæli 

     Kappsiglingafyrirmæli verða birt á vefsíðu Brokeyjar, brokey.is

8   Keppnisbraut 

     Keppt verður á sundunum við Reykjavík. Keppnisbraut verður kynnt á skipstjórnarfundi.

     Sigld verður ein umferð.

     Keppnisstjórn getur stytt braut meðan á keppni stendur. Tilkynning um slíkt fer fram í VHF-talstöð á rás 6.

9   Skráning 

     For-skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 þann 11. september með athugasemdum við viðkomandi frétt á brokey.is eða með því að hringja í keppnisstjóra (sjá  grein 14). Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda áhafnarmeðlima, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir. 

      Þó er hægt er að breyta áhafnarlista allt fram að skipstjórafundi. Allar skráningar eftir það kosta 2000 kr. pr. áhafnarmeðlim. Einnig er keppnisstjórn heimilt að bæta við færslugjaldi ef greitt er með korti.

10  Stigakerfi 

      Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í alþjóðakappsiglingareglunum. 

11  Verðlaun 

      Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin. 

12  Verðlaunaafhending 

      Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni. 

13  Ábyrgð og tryggingar

      Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. 

      Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að  verða vegna þátttöku í mótinu. 

      Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

14  Frekari upplýsingar 

      Frekari upplýsingar fást hjá keppnisstjórum, Kjartani Ásgeirssyni í síma 698 7373 og Áka G. Karlssyni í síma 821 3853.

Share this Post