NOR og Skráning

/ júní 14, 2009

TILKYNNING UM KEPPNI / NOTICE OF RACE
 
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey tilkynnir hér með:
KAPPSIGLING Á SUNDUNUM VIÐ REYKJAVÍK
Í TENGSLUM VIÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG ÍSLENDINGA 17. JÚNÍ
 
Verður haldin MIÐVIKUDAGINN 17. júní 2009 KLUKKAN 15.

Keppendur eru ámynntir um að tilkynna þátttöku tímanlega og vera búnir að ganga frá skráningu og greiðslu keppnisgjalda FYRIR skipsstjórafund sem er klukkustund fyrir start.

Einnig eru keppendur ámynntir um að skila undirrituðu gildu IRC skírteini með skráningu í keppnina.



1 REGLUR
1.1 Í mótinu gilda Kappsiglingareglur ISAF The Racing Rules of Sailing.
1.2 Í mótinu gilda einnig Kappsiglingafyrirmæli Siglingasambands Íslands
1.3 Einnig gilda reglur ÍSÍ, reglur um búnað, lyf og reglur IRC.
1.4 Engar breytingar á reglum aðrar en þær sem hér hafa verið taldar, sem nauðsinlegt er að vita af fyrir fram verða gerðar. Breytingar birtast í kappsiglingafyrirmælum.
1.5 Ef íslenskar og enskar reglur stangast á þá glidir enska útgáfan. If there is a conflict between languages the English text will take precedence.
1.6 Keppnin er opin fyrir alla báta sem eru með gilt IRC skírteini. Einnig er keppt í flokki allra seglbáta án forgjafar.

2 Auglýsingar
2.1 Úm auglýsingar gilda samþykktir og reglur Siglingasambands Íslands.
2.2 Keppendum getur verið gert að bera auglýsingar á bát eða búnaði.

3 Þátttökuréttur og keppnisgjöld
3.1 Keppnin er opin þeim sem taldir eru upp í 1.6.
3.2 Keppnisgjald er lágmark 1500,-kr. á kjölbát en við bætast 500,-kr. á mann umfram þrjá. Keppnisgjald á kænu er 1000,-kr. Ekkert keppnisgjald er fyrir börn (18 ára og yngri).
3.3 Tilkynning um þátttöku fari fram á heimasíðu brokey.is (hér fyrir neðan).
3.4 Ganga skal frá endanlegri skráningu bát og áhafnar fyrir skipsstjórafund sem er klukkustund fyrir keppni. Hægt er að ganga frá skráningu kvöldið áður.

4 Keppnisbrautir
4.1 Allir bátar sigla sömu braut sem tilkynnt er á skipsstjórafundi klukkustund fyrir ræsingu. Nákvæm lýsing á keppnisbraut fer fram í félagsaðstöðu á Ingólfsgarði á skipssjtórafundi. Þessu getur verið breytt í kappsiglingafyrirmælum.

5 Áætlun
Skipsstjórafundur er klukkan 14:00,  Fyrsta ræsing er klukkan 15:00, aðrar ræsingar fljótlega á eftir samkvæmt upplýsingum á skipsstjórafundi.

(a) Keppni getur verið felld niður eða frestað til annars dags samkvæmt ákvörðun keppnisstjórnar.

(b) Tímasetningar geta breyst og eru tilkynntar á skipsstjórafundi.

6 Mælingar
6.1 Kjölbátar skulu skila gildu IRC skírteini til keppnisstjórnar.
6.2 Taka má báta til mælinga bæði fyrir og eftir keppni.

7 Kappsiglingafyrirmæli
7.1 Kappsiglingafyrirmæli verða afhent á undan eða á skipsstjórafundi.

8 KEPPNISSVÆÐI
 Keppnissvæðið nær allt frá ytrihöfn Reykjavíkur, um öll sundin, að Brekkuboða í mynni Hvalfjarðar að bauju númer 6 utan við Gróttu

9 KEPPNISBRAUTIR
9.1 Keppnisstjórn tilkynnir á skipsstjórafundi hvaða leið skuli sigla og fyrir hvaða merki skuli farið.

9.2 Keppnisbrautin er teiknuð á kort í félagsaðstöðu. Það er á ábyrgð hvers báts að afla sér upplýsinga um brautina.

10 STIGAGJÖF
10.1 Notað verður lágstigakerfi samkvæmt Viðauka A.
10.2 Sigld er ein til þrjár umferðir samkvæmt upplýsingum á skipsstjórafundi.

11 BÚNAÐAR OG MÆLINGASKOÐUN
Skoða má bát eða búnað hvenær sem til að sannreyna að hann standist IRC mælingu og kappsiglingafyrirmæli.

12 FJARSKIPTI
Bátur skal ekki eiga talstöðvarsamskipti meðan á keppni stendur önnur en þau sem heyra má í öllum bátum. Þetta á einnig við um farsíma. Keppnisstjórn getur þó og má koma upplýsingum til báta um breytingar á braut, frestun eða aflýsingu keppna. Notuð er rás VHF rás 6.

13 VERÐLAUN
Verðlaun verða gefin fyrir:

Fyrsta til þriðja sæti heildar úrslita útreiknað samkvæmt IRC.
Fyrsta sæti án forgjafar.

14 ÁBYRGÐ
Þátttakendur taka þátt í mótinu algerlega á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna tjóns eða líkamsskaða eða dauða í tengslum við, á undan, eða eftir eða meðan á keppni eða mótinu stendur.

15 TRYGGINGAR
Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

 

Share this Post