Norðurlandamót ungmenna 2016

/ júlí 29, 2016

Þessa dagana stendur yfir Norðurlandamót ungmenna 2016 í Horsens í Danmörku. Frá Íslandi eru tveir siglarar, Þorgeir Ólafsson (Brokey) og Ísabella Sól Tryggvadóttir (Nökkva). Þjálfari hópsins er Dagur Tómas Ásgeirsson. Undanfarnir tveir dagar voru fyrstu tveir keppnisdagur Norðurlandamótsins hjá þeim. Í fyrradag náðust þrjár keppnir bæði hjá strákum og stelpum og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur þegar þau börðust við yfir 80 aðra optimista á sömu startlínu. Í gær var vindurinn svo breytilegur að ekki náðist að klára neina keppni. Stelpurnar störtuðu tvisvar en náðu í hvorugt skiptið að klára keppni því vindurinn var svo ójafn á brautinni að það þótti óréttlátt. Keppendur biðu þolinmóðir eftir stöðugum vindi sem kom aldrei en keppnisstjórnin var við öllu reiðubúin og hafði tekið með sér heilt kælibox af íspinnum til að bjóða keppendum upp á.
Í dag (föstudag) keppa hin löndin í liðasiglingum en það virkar þannig að fjögurra manna lið frá tveimur löndum í einu mætast og það lið vinnur sem er með lægri heildarstigafjölda. Íslenska landsliðið er hins vegar of fámennt til að taka þátt þannig að það skellir sér í Lególand í dag! Lokadagur keppninnar er síðan á laugardaginn.
Nánari upplýsingar eru hér: http://jnom2016.dk/
Bein útsending er hér (þegar keppt er) ásamt einhverju magni af upptökum : OptimistTV

13708342_1069587916439557_3766127842756022740_o

13724939_1069587976439551_2722189600593092956_o 13708331_1069588069772875_1956960413938111339_o 13679924_1069588126439536_2215906074307021974_o 13735589_1069587816439567_677078113255548917_o13662133_1071514572913558_3451838372659537867_o 13661873_1071510176247331_4670496021117317614_o13662134_1069588066439542_7528467482919952829_o 13735608_1071510199580662_8054664399210643015_o 13765739_1071510146247334_6104147505572889898_o 13735737_1071510182913997_1515691888027772477_o

Share this Post