Norræn strandmenningarhátíð á Húsavík í sumar

/ febrúar 23, 2011

Það verður mikið um að vera á Húsavík í júlí í sumar. Til stendur að halda þar samnorræna strandmenningarhátíð, Sail Húsavík 2011 16.-23. júlí. Verndari hátíðarinnar er þýski ævintýramaðurinn Arved Fuchs. Meðal annars verður hópsigling frá Noregi til Íslands, um Hjaltlandseyjar og Færeyjar 7.-16. júlí, fyrir þá sem langar sjóleiðina, svo væntanlega verður mikið af gestaskipum og -skútum í Húsavík á hátíðinni.

Búið er að setja upp vef fyrir hátíðina, http://www.sailhusavik.is. Smellið á auglýsinguna hérna fyrir neðan til að skoða PDF-útgáfuna.

 

Share this Post