Nú munaði mjóu

/ júlí 31, 2008

{mosimage}Eldur kveiknaði í húsnæði sem er áfast aðstöðu okkar í Nauthólsvík.
Hér er fjallað um málið á
mbl.is og hér á
visir.is.

Ljóst er að þarna mátti litlu muna að nokkrar svifflugvélar og ótölulegur fjöldi báta, kajakar, seglbretti, seglskútur og allur kennslubátafloti okkar hefði fuðrað upp. Þessi hús eru öll sambyggð.
Það er þó ánægjulegt að vita að samkvæmt frétt mbl er húsnæðið nú í okkar eigu og svifflugfélagsins við höfum nefnilega bara verið…


málamyndaleigjendur hingað til. Erfiðlega hefur gengið að fá þarna fasta búsetu fyrir félagið en af þeim málum er að segja að Svifflugfélaginu hefur verið sagt upp húsnæðinu. Þeir eiga að vera farnir út á morgun. Við höfum hins vegar lítið frétt og átt árangurslitlar viðræður um málið við húseigandann, flugmálastjórn hingað til. Eitthvað er þó að gerast í þeim málum og stendur til að koma húsunum yfir á borgina. Sagt er að húsin séu friðuð sem síðustu stríðsmynjarnar á Reykjavíkursvæðinu. Ekkert húsnæði annað hefur siglingaíþróttin í Reykjavík og erfitt að sjá hvernig ætti að leysa það mál. Heyrst hefur að það eigi að rífa húsin sem fyrst.

Share this Post