Nýja Íslandsbikars-kjölbáta-stigakerfið

/ febrúar 24, 2009

Samþykkt var á siglingaþingi að taka í notkun nýtt stigakerfi fyrir Íslandsbikarinn.
Kerfið er þannig:…

 

1. sæti 10 stig.
2. sæti 8 stig.
3. sæti 6 stig.
4. sæti 5 stig.
5. sæti 4 stig.
6. sæti 3 stig.
7. sæti 2 stig.
8. sæti 1 stig.
9. sæti og þar fyrir aftan ekkert stig.

Veitt eru stig fyrir þær keppnir sem merktar eru með „Já“ í mótaskrá.

Ekkert kemur í veg fyrir að hægt sé að nota samskonar kerfi í kænusiglingum.

Aðeins eru veitt stig fyrir hvert mót, ekki hverja umferð. Til dæmis fær heildar sigurvegari Faxaflóahafnakeppni 10 stig.

Sömuleiðis fær íslandsmeistari 10 stig en ekki 50 ef sigldar eru fimm umferðir.

Þetta stigakerfi þekkist úr öðrum íþróttageinum, til dæmis akstursíþróttum þar sem það hefur reynst vel. Kerfið verður til reynslu í sumar og endurskoðað að því loknu.

Share this Post