Nýtt Íslandsmet á seglum

/ mars 25, 2008

{mosimage}

Í dag þriðjudaginn 25 mars 2008 var sett nýtt GPS hraðamet á Ísbátnum Bestla (sem ætti eiginlega frekar að heita Adrenalín). Fyrst náði Baldvin Björgvinsson 73,5 kílómetra hraða á klukkustund. Í næstu ferð náði Snorri Þór Guðmundsson…

78 kílómetra hraða á GPS! Það var sléttur og góður ís á Hafravatni þegar félagarnir voru þar í dag um það leiti sem flestir íslendingar voru að borða kvöldmatinn. Vindurinn var um það bil 20 hnútar með all snörpum vinhviðum inn á milli af aust suð austan.

Hér eru myndir af GPS tækinu sem fest var á stýrið í bátnum.
{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Myndirnar ásamt videóum eru teknar á farsíma og því ekki í neinum merkilegum gæðum.

Share this Post