Ögrun sigraði!

/ ágúst 24, 2011

 

Áhöfnin á Sigurvon bauð uppá tilbrigði við Jóa, hringur um Engey með auka slaufu í lokin. Veðrið var gamalkunnugt, frískur vindur í upphafi keppni, svo frískur að segl voru rifuð. En það breyttist þegar líða tók á keppnina. Máttu síðustu bátar teljast heppnir að hafa náð landi í logninu.

En það bar helst til tíðinda að Ögrun sigraði, sjö sekúndum á undan Aquarius. Sigurborg lenti í þriðja sæti, síðan Dögun, Sigurvon og Ásdís. 

Share this Post