Ögrun Reykjavíkurmeistarar

/ október 17, 2011

Áhöfnin á Ögrun sigraði Reykjavíkurmótið, hinar svokölluðu þriðjudagskeppnir. Það munaði aðeins einu stigi á Ögrun og Dögun sem var í öðru sæti. Sigurvon var í þriðja sæti. Verðlaunin voru afhent á Uppskeruhátíð siglinga sem haldin var laugardaginn 15. október. Á myndinni sést Kristján Sigurgeirsson formaður afhenda bikarinn. Við óskum áhöfninni á Ögrun innilega til hamingju.

Share this Post