Og það var þriðjudagur

/ september 27, 2011

Það höfðu greinilega fáir trú á spádómsgáfu fréttaritara. Eflaust hafa margir litið út um gluggan fyrr um daginn og hugsað „maður siglir ekki í þessu skítaveðri“. En milli kl. 5 og 6 dró úr vindi, hann snérist og sólin tók að skína, frábært siglingaveður. Þrjár áhafnir nýttu sér þetta góða veður, Aquarius, Sigurvon og Dögun.

Vindurinn var að sunnan, af landi og mjög kviðóttur og skemmtilegur, eintómir vindsnúningar og strengir. Stýrimaður og stórseglstrimmari þurftu að halda fullri einbeitingu. Það gekk misjafnlega. 

En þetta er bara svo skemmtilegt. Vonandi náum við að sigla alla vega einn þriðjudag í viðbót. 

Share this Post