Ögrun vann fyrstu keppni sumarsins
Fyrsta siglingakeppni sumarsins fór fram í fallegu veðri á Sundunum fyrir utan Reykjavík. Vindur var mjög breytilegur. Aðeins þrjár áhafnir kepptu enda fáir orðnir klárir. Hluti áhafnar Ögrunar var uppi í mastri að greiða úr spottum við fyrsta viðvörunarflaut. Þrátt fyrir það greiddist svo vel úr að Ögrun vann keppnina, tæpum tveimur mínútum á undan Dögun. Lestina rak Sigurvon.