Ögrun vann fyrstu keppni sumarsins

/ maí 7, 2014

ogrun
Fyrsta siglingakeppni sumarsins fór fram í fallegu veðri á Sundunum fyrir utan Reykjavík. Vindur var mjög breytilegur. Aðeins þrjár áhafnir kepptu enda fáir orðnir klárir. Hluti áhafnar Ögrunar var uppi í mastri að greiða úr spottum við fyrsta viðvörunarflaut. Þrátt fyrir það greiddist svo vel úr að Ögrun vann keppnina, tæpum tveimur mínútum á undan Dögun. Lestina rak Sigurvon.

1 Comment

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>