Opnunarmót á laugardag
Opnunarmót kjölbáta verður haldið næsta laugardag 23. maí. Að vanda verður sigld stórskipaleið frá Reykjavíkurhöfn til Hafnarfjarðar, rúmlega 12 sjómílur. Móttaka hefst á Ingólfsgarði kl. 9:30 og skipstjórnarfundur kl. 10:00. Viðvörunarmerki kl. 10:55. Keppnin er opinn öllum félögum í siglingafélögum á skútum með gilda IRC-forgjöf.
Tilkynning um keppni á vef Þyts.
Skráning á netfangið sailing@sailing.is. Athugið að keppnisgjaldið hækkar ef skráning berst eftir 21. maí.