Orðsending frá Sigurði Jónssyni

/ maí 9, 2005

Sæll Maggi og til hamingju með flottan vef.


Eftir að hafa lesið síðustu frétt Baldvins frá La Rochelle ferðinnni langar mig til að senda smá orðsendingu inn á vefinn. Ég ásamt fjórum siglingfélögum, Birgi Ara, Þórði, Trausta og Gunnari, fór til La Rochelle síðasta sumar…

Þar voru alveg frábærir gestgjafar sem tóku á móti okkur og báru okkur bókstaflega á höndum sér. Þá eins og önnur skipti sem sem íslendingum hefur verið boðið að koma til La Rochelle var Ben eins og við kölluðum hann (kallaður Benni fréttapistlum frá Baldvini) skipstjóri. Ben er alveg fyrirtaks maður og var alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur og sendast með okkur í verslunarferðir í siglingabúðir. Fyrir utan það er hann mjög fær skipstjóri og var gaman að fylgjast með hversu vel hann kunni á allar lokal aðstæður bæði hvað strauma og sérstaklega hvað vindafar varðar. Ég vona bara að frökkunum hafi þótt við góðir gestir en þeir voru svo sannarlega frábærir gestgjafar.


Annars er það af okkur ARIU félögunum að frétta að við erum erum að fara út til Cuxhaven í vikunni þar sem nýja skútan okkar er og ætlum að hefja heimsiglinguna föstudaginn 13. Engin hjátrú á þeim bæ. Við missum því miður af opnunarmótinu, verðum einhverstaðar á norðursjónum.


Sjáumst síðan hressir í sumar


kveðja


Siggi Jóns

Share this Post