PRB fyrstur í tvímenningnum
{mosimage}PRB var 2 mínútum á undan næsta bát fyrir toppbaujuna og nálægt 6 mínútum á undan þegar aftur var farið í gegnum startmarkið…
Þessi fyrsti hluti var mjög skemmtilegur. Startað var undan vindi og meirihluti flotans notaði gennaker, skar mikið, og óð þar með í gegnum hrúgu af áhrofendabátum. Vindur var lítill og breytilegur en þessir ofurþróuðu bátar þurfa næstum engan vind til að vaða áfram.
PRB notaði belg og fór beinni leið. Vildi líklega ekki hætta á árekstur við áhorfanda. Það er margt sem bendir til vandaðs undirbúnings þar um borð t.d. var allt komið í fullkomið lag þar í gærkvöldi en það er meira en hægt er að segja um marga keppinautana.
Seglaskipti við toppbauju tókust misvel hjá bátunum og einnig sáust slakar vendingar enda eru vendingar flóknar á svona bát og margt sem þarf að gera. Hallinn á veltikjölnum, “daggerborðin”, snúningsmastrið ……
Þegar u.þ.b. klukkustund var liðin af keppninni var röð fyrstu báta:
PRB
Delta Dore
Estella Dam
Virback
Veolia