Rafmagn á bryggju

/ september 8, 2006

Tenging skipa og báta við rafmagn á bryggjum er ekkert auðvelt mál. Helsta vandamálið sem getur komið upp er útleiðsla í bátnum. Sá rafstraumur fer auðvitað um málmhluta bátsins svo sem kjöl, stýri, skrúfu og öxul. Slíkt getur valdið verulegu tjóni.


Rafkerfið okkar er þannig upp byggt að hjá þessu verður ekki komist með auðveldu móti. Eina leiðin til að losna við möguleikann á rafleiðni bátsins við rafveitukerfi lands er að nota einangrunarspenni (aðskilnaðarspenni). Auðvitað ætti það að vera óþarfi það er samt mælt með því. Helstu skemmdir sem við sjáum eru kilir sem virðast riðga með ótrúlegum hraða. Zinkið hverfur af bátnum og svo framvegis. Auðvitað er þetta líklega útleiðsla af einhverju tagi. Ódýr bílahleðslutæki sem ekki aðskilja 230 voltin og 12 voltin eru líka mögulegur orsakavaldur.

{mosimage}

{moscomment}

Share this Post