Raymarine að komast í þrot?

/ nóvember 20, 2009

Vandamálin hrúgast upp hjá Raymarine. Hlutabréfin féllu verulega í verði í dag eftir að fyrirtækið upplýsti að þeir gætu ekki borgað skuldir sínar. Gengið er komið niður í 7,5 pence. Það sem af er ári hefur salan dregist saman um 23%. Vonir um að Garmin yfirtæki fyrirtækið brugðust.

Margir af bátunum okkar eru með Raymarine búnað svo við hljótum að vona að framleiðslan haldi áfram, hverjir sem eigendurnir verða.

 

Share this Post