Reynt við metið

/ mars 20, 2007

{mosimage}

Ævintýramaðurinn Steve Fosset á Playstation er handhafi Jules Verne heimsmetsins kringum jörðina. En það er með það met, eins og önnur, að margir sækjast eftir að gera betur.

Tvö tryllitæki eru lögð af stað og ætla að reyna við hraðametið. Sú sem lögð er af stað er Gitana 13, betur þekkt appelsínugul á litinn undir nafninu Orange. Stór, traustur og margreyndur tvíbolungur. Búið er að taka bátinn í gegn í vetur. Nýtt mastur er komið á bátinn í stað þess sem Ellen MacArthur braut árið 2003 þegar hún reyndi við metið ásamt áhöfn.

Gitana 13 stoppaði bara í tvær og hálfa klukkustund á Spáni til að henda skrúfum og öxlum í land og lagði af stað í hringferðina.
Sólarhring síðar var skútan komin með 40 mílna forskot á heimsmetið, eftir að hafa siglt á stormfokku og rifuðu stórsegli á 25 til 28 hnúta hraða. Skipstjóri Gitana 13 er frakkinn Lionel Lemonchois

Hin skútan er Groupama 3. Fisléttur þríbolungur sem verður útbúinn með ýmiskonar búnaði til að koma bátnum hraðar. Bátur sem nær 22 hnúta hraða (TWA) í 10 hnúta vind og það er hægt að stýra honum með tveim fingrum á meðan. Þetta er ekki bátur sem allir trúa að tolli með mastrið upp í suðuríshafinu en áhöfnin er full trausts, eða bara vitlaus.

Það hefði verið gaman að sjá þessar tvær leggja af stað saman og fylgjast með þeim. Groupama er hins vegar bundin styrktarsamningi til 26 Mars en Gitana er einkaleikfang.

Þess má geta til viðbótar að Ellen MacArthur var í heimsókn í hinum skemmtilega BÍLA-þætti Top Gear fyrir viku. Þessi lágvaxna stúlka, sem sjaldan hefur ekið bíl á æfinni, en siglt þeim mun meira, gerði sér lítið fyrir og setti hraðasta hringinn á brautinni.


{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Share this Post