Rólegt haust

/ október 2, 2006

Allt þetta sumar hef ég ekkert þurft að hafa áhyggjur af bátnum í höfninni.
Það er alvanalegt að þurfa að fara nokkrar ferðir til að bjarga bátnum í brjáluðu veðri í September.

Þessi September hefur hins vegar einkennst af rólegu og góðu veðri. Það er ekkert skrítið að sumir sjái enga ástæðu til að hífa á land eins og málin standa. Er veðrið að breytast svona hratt? Sigríður Ólafsdóttir benti á að hæðin yfir Azoreyjum ræður öllu um hvernig sumarið verður. Hvernig lægðirnar haga sér og svoleiðis. Sé hæðin víðáttumikil verður sumarið á Íslandi frekar dimmt og blautt en öfugt sé hæðin minni. Þetta passaði alveg í sumar. En af hverju hefur ekki birst nein alvöru haustlægð? Þessar sem hræða okkur á land með bátana okkar.

Share this Post