Sæúlfurinn til leigu

/ janúar 5, 2011

Eftirfarandi barst okkur frá Markúsi Péturssyni:

Sæúlfurinn (as seen on TV) verður við Baleareyjar frá apríl til loka október. Skútan verður svo í Alicante við ræsingu Volvo Ocean Race um mánaðamótin október, nóvember.

Fyrir þá sem vilja safna sér reynslu í úthafssiglingum þá fer Sæúlfurinn frá Gibraltar til Gran Canaria í byrjun nóvember. Siglingin tekur um sex daga. Í framhaldinu verður Sæúlfinum siglt frá Gran Canaria til St. Loice á Bresku jómfrúreyjum en sú sigling tekur um 20 daga.

Á síðunni www.siglari.com er hægt að skoða möguleika á að komast í siglingu með fleyinu.

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>