Síðasta Þriðjudagskeppnin

/ september 12, 2006

Það blés hressilega í síðustu Þriðjudagskeppninni og lýsir því kannski best að björgunarskip Landsbjargar var á leið í höfn þegar skúturnar lögðu úr höfn. Þrjár áhafnir mættu og tvær sigldu. Hvorug ætlaði að láta hina sigla eina og því fór sem fór að báðar fóru, Besta og Dögun…


Sigld var braut sem var þríhyrningur-pulsa sem þeir keppnisstjórar Kristján og Jón Rafn lögðu. Við þökkum þeim kærlega fyrir góða keppnisstjórn.


Dögun átti frábært start, trúlega sitt besta þetta sumarið. Sama verður nú ekki sagt um Bestuna, það var liðið tæpt korter þegar þeir loksins náðu yfir startlínuna. Áhöfnin á Dögun er afar drengileg og hefur boðist til að sigla með Bestunni næst til að reyna að bæta störtin.


En áhöfnin á Bestunni er óstöðvandi þegar hún loksins kemst á skrið og sigldi uppi Dögun og tók framúr. Ótrúlegt en satt, aðeins tveir bátar í keppni og það þurfti að beita reglu setfrun-rsjoö um stjórnborða og bakborða og þurfti Dögun að víkja fyrir eina skipinu á sjó.


En þetta var skemmtileg keppni og ekki spillti fyrir að þegar í land var komið bauð Orri uppá pizzur og bjór. Á hann miklar þakkir skyldar. Sátu menn lengi að, kýldu vambir og viðhöfðu gamanmál.


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{moscomment}

Share this Post