Siglingadagurinn mikli

/ maí 19, 2008

Það er í gangi hugmynd að hópsiglingu og einskonar keppni. Aðalatriðið er að vekja sem mesta athygli og hafa sem mest gaman.

Hugmyndin er þannig í dag að starta allir saman á sama tíma frá Gufunesi, allir, bæði skútur og árabátar. Árabátarar bæði kappróðar, kajak, kanó og hvað sem er. Seglskútur, kjölbátar, kænur, seglbretti og yfirleitt allt sem flýtur. Fyrsta mark verði í Reykjavíkurhöfn fyrir þá sem vilja fara styttri leiðina. Hinir endi í Nauthólsvík. Gildir þá einu hvernig menn komast þangað hjálparlaust…

Skútur geta siglt styðstu leið, eins grunnt og menn þora og þess háttar. Árabátar geta gert það sama en auðvitað er hægt að stytta sér leið með því til dæmis að labba með bátinn yfir í tjörnina og róa góðan góðan hluta leiðarinnar gegnum vatnsmýrina eða stytta sér leið yfir Seltjarnarnesið þar sem það er mjóst.
Aðalatriði er að þetta sé skemmtilegt.

Þetta gæti heitað „Siglingadagurinn Mikli“ og er hluti af Siglingaviku og endar dagurinn auðvitað með samkomu mikilli í aðstöðu Brokeyar, Siglingafélagi Reykjavíkur.

Baldvin

Share this Post