Siglingamót

Flest siglingamót á Íslandi eru haldin yfir sumartímann. Í öllum mótum er keppt samkvæmt kappsiglingareglum alþjóðlega siglingasambandsins, World Sailing, Siglingasambands Íslands og keppnisfyrirmælum sem eru kynnt á skipstjórnarfundi fyrir keppni. Mótin eru breytileg milli ára og því ber að taka þeim lýsingum sem hér birtast með fyrirvara.

MBL-siglingamót kjölbáta 2019

Reykjavíkurhöfn, alla þriðjudaga yfir sumarið
Umsjón: Brokey – Reykjavík

Mótið er opð öllum bátum sem hafa IRC forgjöf.  Ekki þarf að tilkynna sig til keppni nema á skipstjórnarfundi rétt áður en keppni hefst en þá er siglingaleiðin jafnframt kynnt. Ræst er kl. 18:30  og tekur hver keppni einn til þrjá tíma allt eftir brautalengd og veðri. Siglt er kringum eyjarnar á sundunum og eftir baujum í víkinni. Keppt er samkvæmt IRC-forgjöf en hún er útgefin í Bretlandi og fæst með því að senda inn umsókn í gegnum Siglingasamband Ísland. Engin verðlaun eru veitt fyrir stakar keppnir en sigurvegari mótsins (samanlagður árangur úr öllum keppnunum) hlýtur veglegan bikar í lok sumars.

Tilkynning um keppni fyrir Reykjavíkurmót

Skerjafjarðarmótið (fimmtudagskeppnir – kænur)

Skerjafirði, flesta fimmtudaga yfir sumarið
Umsjón: Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey – Reykjavík
Þegar vel viðrar á fimmtudögum eru haldnar stuttar æfingakeppnir í kænusiglingum í Skerjafirði seinnipartinn. Keppnin er opin öllum og ekki þarf að tilkynna sig fyrr en á skipstjórafundi rétt fyrir keppni. Siglt er í Fossvogi og Skerjafirði í kringum baujur. Keppt er í opnum flokki samkvæmt Portsmouth-forgjöf. Engin verðlaun eru veitt fyrir stakar keppnir en sigurvegari mótsins (samanlagður árangur úr öllum keppnunum) hlýtur veglegan bikar í lok sumars.

Opnunarmót kjölbáta

Reykjavíkurhöfn – Hafnarfjörður, 25. maí
Umsjón: Þytur – Hafnarfirði 
Opnunarmótið er fyrsta mót sumarsins og gefur árangur þar stig til Íslandsbikarsins. Lagt er upp frá Reykjavíkurhöfn um morguninn og siglt út fyrir Gróttu og svo til Hafnarfjarðar, rúmlega þrettán sjómílna leið. Keppnin tekur á bilinu tvo til fjóra tíma. Keppnin er opin öllum kjölbátum með gilda IRC-forgjöf frá Siglingasambandi Íslands. Veitt eru verðlaun í einum flokki fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Keppnin gefur stig til Íslandsbikars.

Opunarmót-Kjölbáta-19-maí-2018

Opnunarmót kæna

Skerjafirði, 18. maí
Umsjón: Siglingafélagið Ýmir – Kópavogi
Þetta er fyrsta mót sumarsins og markar upphaf keppnistímabilsins í kænusiglingum. Sigldar eru nokkrar umferðir og keppt í nokkrum flokkum (breytilegt eftir þátttöku) og opnum flokki með forgjöf.

NOR opnunarmót kænur 2019

Hátíð hafsins (kjölbátar)

Reykjavíkurhöfn, 1. júní
Umsjón: Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey – Reykjavík
Á Hátíð hafsins í Reykjavík stendur Brokey fyrir siglingakeppni á sundunum. Yfirleitt er siglingaleiðin sigld kringum eyjarnar og eftir baujum í Víkinni. Keppnin er því með svipuðu sniði og þriðjudagskeppnirnar og tekur 1-3 tíma. Keppnin er opin öllum kjölbátum. Veitt eru verðlaun í einum flokki fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.

Tilkynning um keppni fyrir Hátíð hafsins 2019

Faxaflóamót (kjölbátar)

Reykjavík – Akranes, 21.-23. júní
Umsjón: Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey – Reykjavík
Keppnin skiptist í þrennt: sigldur er einn leggur frá Reykjavík til Akraness föstudaginn, tæplega ellefu sjómílna leið, og síðan til baka sömu leið á sunnudaginn. Á laugardeginum er hafnarkeppni uppi á Skaga. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í einum flokki fyrir sigur fyrsta daginn og fyrir samanlagðan árangur. Keppnin veitir stig til Íslandsbikarsins og er opin öllum kjölbátum með gilda IRC-forgjöf.

NOR: Faxaflóahafnir – 2019

Æfingabúðir SÍL & Brokey (kænur)

Nauthólsvík, 29. júní -6. júlí
Umsjón: Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey – Reykjavík
Sjá nánar hér

Kænusiglarar úr öllum félögum landsins koma saman í Nauthólsvík og æfa undir handleiðslu gestaþjálfara í heila viku. Í lokin er siglingamót, æfingabúðamótið, þar sem sigldar eru nokkrar umferðir og keppt í nokkrum flokkum (eftir þátttöku).

Íslandsmót kæna

Kópavogur, 9.-11. ágúst
Umsjón: Siglingafélagið Ýmir – Kópavogi
Keppnin skiptist í nokkrar umferðir og keppt er á braut kringum baujur. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í mörgum flokkum sem eru mismunandi eftir þátttöku. Nær alltaf er keppt í Optimist A og B og opnum flokki. Sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur Íslandsmeistaratitil. Keppnin er opin öllum félögum í siglingafélögum.

Íslandsmót kjölbáta

Skerjafirði, 15.-18. ágúst
Umsjón: Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey – Reykjavík
lKeppnin skiptist í nokkrar umferðir og keppt er á braut kringum baujur. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í einum flokki. Sigurvegarar hljóta auk þess Íslandsmeistaratitil. Íslandsmótið er opið öllum kjölbátum með gilda IRC-forgjöf og veitir stig til Ísandsbikarsins. Allir áhafnarmeðlimir þurfa að vera félagar í siglingafélögum.

Lokamót kæna

Skerjafirði, 24. ágúst
Umsjón: Siglingafélagið Ýmir – Kópavogi
Lokamótið markar lok hins formlega siglingatímabils kæna. Síðustu ár hafa verið sigldar 3-5 umferðir og keppt í nokkrum flokkum (breytilegt eftir fjölda þátttakenda).

Lokamót kjölbáta

Reykjavík – Kópavogur, 31. ágúst
Umsjón: Siglingafélagið Ýmir – Kópavogi
Lokamótið markar endalok hins formlega siglingatímabils kjölbáta. Síðustu ár hefur verið siglt sem leið liggur frá Reykjavík til Kópavogs og tekur keppnin venjulega tvo til þrjá klukkutíma. Keppnin er opin öllum kjölbátum með gilda IRC-forgjöf og veitir stig til Íslandsbikars.

Bart’s Bash (allir)

Reykjavíkurhöfn, 18. eða 25. september
Umsjón: Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey – Reykjavík
Bart’s Bash er stórt alþjóðlegt mót sem haldið er í minningu enska siglingamannsins Andrew Simpson ár hvert. Mótið er opið bæði kjölbátum og kænum af viðurkenndri gerð. Alþjóðleg keppnisstjórn útvegar forgjöf byggt á bátsgerðinni og skráning keppenda fer fram á síðunni bartsbash.com.

Áramót (kænur)

Skerjafirði, 31. desember
Umsjón: Siglingafélagið Ýmir – Kópavogi
Áramót Ýmis er síðasta siglingamót ársins. Það er haldið um morguninn á gamlársdag. Mótið er óformlegt og opið öllum kænusiglurnum sem treysta sér út í kuldann.