Siglingakort

/ maí 18, 2011

Í sumar ætlar Siglingafélagið Brokey að breyta til og í stað skipulegra námskeiða ætlum við að bjóða upp á siglingakort sem gefur handhafa aukið svigrúm til að velja sinn siglingadag sjálf/ur. Hvert kort inniheldur 5 siglingar. Ekki er um hefðbundið námskeið að ræða, en almennt er gert ráð fyrir því að allir taki höndum saman um borð og hjálpist við að sigla bátnum. Skipstjóri / kennari mun leiðbeina og fara með stjórn bátsins.

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

  • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
  • Að stýra eftir vindi og áttavita.
  • Helstu umferðarreglur á sjó.
  • Notkun björgunarvesta og líflína.
  • Meðhöndlun reipa.
  • Öryggistækin um borð: neyðarblys, kastlína, slökkvitæki og talstöð.
  • Að bregðast við ef maður fellur fyrir borð.

 

Báturinn:
Sigurvon og er af tegundinni Secret 26.

Tími:
Siglt er alla mánudagar, þriðjudaga og fimmtudaga.
Mæting á bryggju klukkan 17:30
Ath. Þriðjudagar eru keppnisdagar hjá Brokey og munum við taka þátt .

Staðsetning:
Ingólfsgarður, Reykjavíkurhöfn (við Hörpu)

Annað:
Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 5 þáttakendur.

Fatnaður:
Nauðsynlegt er að mæta í fötum og skóm sem meiga blotna. Í bátnum eru björgunarvesti.

Verð:
Verð fyrir siglingakortið (5 skipti) er 25.000 kr.

Skráning:
Tekið er á móti pöntunum á heimasíðu félagsins www.brokey.is

Þegar staðfesting berst skal ganga frá greiðslu með millifærslu á 1175-26-11609 kt. 681174-0449, vinsamlega sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið: brokey@brokey.is Siglingakortið ásamt námsbók verður sent í pósti.

Hægt að senda fyrirspurn á: brokey@brokey.is eða hringja í síma 895 1551 fyrir nánari upplýsingar.

 Skoða PDF-skjal með upplýsingum um siglingakortið.

Share this Post