Siglinganámskeið

Á hverju sumri stendur félagið fyrir fjölda námskeiða í kjölbáta- og kænusiglingum fyrir eldri og yngri aldurshópa. Í Nauthólsvík er kænustarf félagsins árið um kring og þar fá börn og unglingar þekkingu og færni í að sigla kænum undir handleiðslu þjálfara. Á Ingólfsgarði eru reglulega haldin hásetanámskeið fyrir alla aldurshópa þar sem farið er yfir grundvallaratriði siglinga á stærri seglskútu og miðast við byrjendur.

Siglingaskóli í Nauthólsvík

Í kænuhóp Brokeyjar æfir öflugur hópur ungmenna kænusiglingar. Við skráningu öðlast meðlimur rétt til æfinga og keppni á vegum Brokeyjar. Lágmarksaldur fyrir þátttöku er 9 ár. Hægt er að mæta í einn til tvo daga frítt til að prófa. Vinsamlega sendið okkur póst á skraning@brokey.is eða hringið í síma 778-7997 og athugið hvort það sé laust pláss fyrir prufu.

Lesa meira

Hásetanámskeið á Ingólfsgarði

Þetta eru skemmtileg verkleg siglinganámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Þátttakendur læra undirstöðuatriði siglinga, að seglbúa og sigla spennandi seglskútu. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá reynslu í að sigla á seglskútu fyrir verklega þátt skemmtibátaskírteinis.  Hringið í 895-1551 fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira