Skútusiglingar (18 ára og eldri)

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey heldur reglulega verkleg siglinganámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Þátttakendur læra undirstöðuatriði siglinga, að seglbúa og sigla spennandi seglskútu. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá reynslu í að sigla á seglskútu fyrir verklega þátt skemmtibátaskírteinis.
sigurvon_namskeid

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

  • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
  • Að stýra eftir vindi og áttavita.
  • Meðhöndlun reipa og helstu hnútar.
  • Helstu siglingareglur varðandi seglskip.
  • Öryggistækin um borð neyðarblys, kastlína, slökkvitæki og talstöð.
  • Að bregðast við ef maður fellur fyrir borð.

Námskeiðin eru um það bil 16 tímar að lengd. Þau eru ýmist dagnámskeið, kvöldnámskeið eða helgarnámskeið. Á dagnámskeiðum er kennt mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 13:00 til 17:00; á kvöldnámskeiðum er kennt sömu daga frá 18:00 til 22:00 og á helgarnámskeiðum er kennt laugardag og sunnudag frá 10:00 til 18:00. Mæting er á Ingólfsgarð (bak við Hörpuna). Sjá kort hér. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 4 þátttakendur.

Verð fyrir námskeiðin er 40.000 kr.

Skráning:

Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 4. Fylltu út skráningarformið og við sendum þér greiðsluseðil um hæl. Skiprúm telst ekki frátekið fyrr en greitt hefur verið fyrir námskeiðið.

Báturinn:

Sigurvon er kjölbátur, 26 feta/8 metra seglskúta af gerðinni Secret 26.