English below 

Á hverju sumri stendur félagið fyrir námskeiðum á  seglskútur (kjölbáta) fyrir 18 ára og eldri. Fjölda námskeiða er í boði yfir sumartímann en félagið er með aðstöðu á Ingólfsgarði. Félagið á tvo seglbáta af gerðinni Secret 26 en þessir bátar taka 6 í áhöfn en við miðum við að vera með ekki fleirri en 4 þátttakendur á hverju námskeiði fyrir sig. Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði siglinga á stærri seglskútu og miðast við byrjendur og lengra komna. Þátttakendur læra undirstöðuatriði siglinga, að seglbúa og sigla spennandi seglskútu. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá reynslu í að sigla á seglskútu fyrir verklega þátt skemmtibátaskírteinis.

Skráning hér:  https://www.sportabler.com/shop/brokey

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

 • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
 • Að stýra eftir vindi og áttavita.
 • Meðhöndlun reipa og helstu hnútar.
 • Helstu siglingareglur varðandi seglskip.
 • Öryggistækin um borð neyðarblys, kastlína, slökkvitæki og talstöð.
 • Að bregðast við ef maður fellur fyrir borð.

Námskeiðin eru um það bil 12 tímar að lengd. Þetta eru kvöldnámskeið, kennd mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Frá kl. 18:00 til 21:00.  Mæting er á Ingólfsgarð (bak við Hörpuna). Sjá kort hér.

Lágmarksþátttaka eru þrír einstaklingar. Samskipti iðkenda og leiðbeinanda á meðan á námskeiði stendur fara fram í gegnum sportabler. Brokey mælir með að iðkendur noti sportabler appið.

Hringið í 695-3213 fyrir frekari upplýsingar.

Keelboat Day Sailing Course

Brokey offers beginners’ courses on keelboats for 18 year olds and older. Courses are held at Ingólfsgarður behind Harpa, and the fleet consists of two Secret 26 sailboats. The maximum participants for each course is 4 participants in addition to the sailing instructor. The course covers the basics of boat handling & sailing on a larger sailboat. The course is a great start for those who want to gain sailing experience and learn how to sail. The sailing course is also great practise for those aiming to take the practical sailing exam for the Icelandic sailing license skemmtibátaskírteni. The license is an International Certificate for operators of pleasure craft of less than 24m in registered length.

Topics that will be covered include:

 • Keeping a course with different wind directions
 • Steering with the wind & compass
 • Rope handling & knots
 • Seamanship & sailing rules
 • Safety equipment on board such as emergency flares, fire extinguisher and VHF radio.
 • Man overboard recovery methods

The courses are 12h in total. Evening courses in Icelandic are held Mondays – Thursdays at 18-21. Meeting point is at Ingólfsgarður behind Harpa. For more detailed location click here

Sign-up for the course here: https://www.sportabler.com/shop/brokey. Click on seglskútunámskeið and then choose a course. All communication between the sailing instructor and the participants will take place through the Sportabler app. Download the app on your phone and keep an eye out for messages for additional information before your course starts.

Minimum three participants for each course. For more information call 695-3213