Sjóræningjar og sjódraugar í Víkinni

/ febrúar 13, 2009

Víkin – sjóminjasafn Reykjavíkur verður með dagskrá á safnanótt frá klukkan sjö í kvöld. Svabbi sjóari úr Stundinni okkar mætir á staðinn og Söngskólinn við Grandagarð flytur sjómannasöngva. Farið verður um sýningar safnsins og ganga varðskipsins Óðins með vasaljós.

Frítt er á safnið í kvöld og raunar hefur verið frítt inn frá 18. janúar í tengslum við opnun sýningar um Eimskipafélag Íslands. Hins vegar mun því ljúka núna um helgina þannig að upplagt er að nýta tækifærið núna og skoða þetta ört vaxandi og bráðskemmtilega safn.

Hægt er að fræðast um safnið á vefnum þeirra.

Share this Post