Sjortarinn

/ september 25, 2012

Þriðjudagskeppnin var sjortari! Brautin var lögð í mjög léttum vindi (Brokey-Sólfar-Engey-Brokey-Engey-Brokey) en rétt fyrir ræsingu frískaðist vindur svo úr varð stysta keppni sumarsins, rétt um hálftíma sigling. Það er vandi að leggja braut þegar maður veit ekki á hverju má eiga von. 
Sjö áhafnir öttu kappi. Ögrun sleit upphal og varð af keppni. Áhafnirnar á Flónni og Stjörnu urðu efstar. Gaman að sjá hvað þær standa sig vel. 
Svo er bara að vona að sæmilega viðri næsta þriðjudag. Við siglum þangað til híft verður og veður leyfir.
Úrslit fylgja hér …


 

 
Share this Post