SKELETOOL CX

/ júní 4, 2008


Allir siglarar eiga Leatherman. Ef ekki, þá er hann efst á óskalistanum. Þetta kallast á ensku Multi-tool, þ.e. mörg verkfæri í einu verkfæri. Margar gerðir eru til, misstórir, með mismörg tól og misþungir.
Nú er kominn ný tegund frá Leatherman, Skeletool. Upphaflega átti þetta tól að koma á markað í nóvember síðastliðinn, en endalausar tafir settu strik í reikninginn.
Fáir hafa enn látið hendur leika um tólið. Umsagnir um það eru misjafnar, flestar þó jákvæðar. Það hefur talsvert færri tól en t.d. Wave, en er um leið talsvert léttara. Eitt er þó víst að það „lúkkar kúl“.
Leatherman fæst (eða fékkst) í Ellingsen.
>>> Kanna nánar.

Share this Post