Skemmtibáta – skírteinis – námskeið

/ júní 24, 2008

Vegna mikilla linnulausra spurninga um hvort, hvenær, hvernig og hvar verði haldið námskeið fyrir skemmtibátaskírteini höfum við ákveðið að taka til skoðunar hversu mikil eftirspurnin í raun er.
Þeir og aðeins þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiði til að öðlast skemmtibátaskírteini merki við og kjósi hér hægra megin á síðunni.
Ef þú vilt vita meira um málið smelltu þá á Read more…

Bóklegi hluti námsins færi þannig fram að mjög reyndir skútu og vélbátasiglarar og kenna það efni sem kenna á til bóklega hluta námsins.

Æskilegt er að nemendur séu búnir að taka Skemmtibáta – námskeið hjá Slysavarnarskóla Sjómanna áður en bóklega námið er tekið eða amk. áður en verklegi hlutinn er tekinn.
Fáir eða engir aðilar hafa aðstöðu og búnað til að kenna verklega hlutann í dag en það hefur Brokey. Það verður því boðið upp á þann hluta líka.

Það þarf varla að taka það fram að seglskútukennarar hjá Brokey eru með þeim bestu á landinu.

Brokey hefur aðgang að prófdómurum bæði fyrir bóklegt og verklegt.

Spurning: Hvers vegna eru námskeiðin ekki löngu komin í gang?
Svar: Siglingastofnun sat á námsskránni langt fram á vor eins og alvöru ríkisstofnun sæmir, það náði því enginn að gera sig kláran fyrir sumarið, því enginn vissi hvað átti að kenna. Við erum samt allir af vilja gerðir að kenna fólki að sigla skemmtibátum.

Þeir sem vilja vera fyrstir allra að skrá sig geta smellt á hlekkinn tölvupóstur hér vinstramegin og sent tölvupóst með:
Titill (Subject): Skemmitbatanamskeid
Nafni, Kennitölu, Heimilisfangi, tölvupóstfangi og farsímanúmeri.

Við látum svo vita þegar ákveðið hefur verið að halda námskeiðið.

Share this Post