Skemmtibátaskírteini

/ september 21, 2008

Vegna gífurlegrar eftirspurnar þá ætlum við að halda bóklegt skemmtibáta-skírteinis-námskeið. Við sníðum námskeiðið að sjálfsögðu að skútusiglingum sérstaklega þótt það sé í raun ekki neitt öðruvísi reglur fyrir vélbáta, tölum bara meira um skútur.

.
(Áhugasamir smelli á Read more)

.

. Það er í raun þrennt í boði:
1. Að fara beint í prófið án kennslu.
2. Að fá kennslu þar sem kennsluefnið er bæði á ensku og íslensku. Kennarinn fer þó yfir efnið á íslensku og þýðir það í raun jafnóðum.
3. Að bíða þar til búið er að íslenska allt efnið á pappír. Óvíst hvenær það verður en það er stefnt á að það verði á þessu ári.

Kennt er eftir efni frá RYA, sem íslenska námsskráin og reglugerðin um skemmtibátaskírteinið, byggir í rauninni á. Þetta er þrautreynt kennsluefni.

Aðal kennari verður Baldvin Björgvinsson. Einn reyndasti skútusiglari landsins.
Hann er meðal annars kennari að mennt.

Dagsetningar eru ekki alveg klárar en valkostur 1 og 2 geta orðið um leið og nógu margir eru skráðir. Það eru að tínast inn skráningar jafnt og þétt.

Námskeiðið kostar 22.000,- námsefni innifalið, fyrir utan kort og svoleiðis.
Að mæta bara í prófið kostar (við eigum eftir að finna það út).

Sendið inn skráningu hér fyrir neðan.
Fullt nafn
Kennitölu
Hverskonar skráningu þú vilt:
1. Bara próf.
2. Kennslu og próf.
3. Bíða eftir al-íslensku efni.

Skráning á námskeið eða í próf. (skipper@hive.is)

 


Fyrir þá sem vilja vita meira: Baldvin 8973227

Þess misskilinings virðist gæta að bóklega skemmtibátaskírteinis námskeiðið sem Brokey heldur sé bara fyrir félagsmenn. Þótt sagt sé í auglýsingunni að til standi að halda námskeiðið fyrir félagsmenn þá eru ALLIR VELKOMNIR. Það er nóg að þátttakandi sé í einhverju siglingafélagi og í raun í einhverju félagi sem er aðili að ÍSÍ. Þetta er bara smávægilegt lagalegt atriði sem við þurfum að uppfylla þar sem Brokey er íþróttafélag. Ef þátttakandi er ekki félagi, þá er hann bara skráður og getur skráð sig úr félaginu aftur eftir námskeiðið. Einfalt mál!

Baldvin og Úlfur á leiðinni frá Hollandi til Íslands sumarið 2003.

Share this Post