Skemmtibátaskírteini

/ september 26, 2007

{mosimage}Þann 1. Janúar 2008 ganga ný lög í gildi um þau réttindi sem menn verða að hafa til að stýra skipi.
Fyrir okkur og aðra skemmtibátaeigendur verður í boði svokallað Skemmtibátaskírteini.
Til að gera langa sögu stutta þá mun Brokey væntanlega bjóða upp á stöðupróf eða kennslu og próf. SÍL mun síðan væntanlega sjá um útgáfu skírteinis. Þessi próf verða í boði fyrir alla sem þurfa, seglbáta og vélbáta eigendur úr öllum klúbbum og félögum.
Allt þetta mál er í vinnslu og er að klárast. Stefnt er að því að allir sem þurfa geti verið komnir með skemmtibátaskírteini fyrir næsta sumar eða snemma um sumarið fyrir þá sem þurfa að taka verklegt próf. Þeir sem eru með pungaprófið nú þegar eru auðvitað í góðum málum og munu hljóta meiri réttindi með því.
Skemmitbátaeigendur þurfa ekki pungapróf.

Share this Post