Skútuheimsókn frá Póllandi

/ júní 30, 2009

Áríð 1959 varð skútan Witeź II í eigu siglingaklúbbs stúdenta JK AZS frá Szczecin fyrsta skútan til að sigla einungis með seglum frá Póllandi til Íslands. Nú 50 árum síðar er skútan Stary að sigla þessa sömu leið þessum áfanga til heiðurs og mun gera það eins og áður var gert og mun því ferðin taka tvo mánuði (júní og júlí).

 Skútan Stary á öðrum legg við Noregsstrendur.

Witeź II var tólf metra löng tvímastra ketch en Stary er einmastra 44 feta bermúdaslúppa. Á Witeź var aðeins fjögurra manna áhöfn, en á Stary verður fjöldi manns, 28 nemendur auk áhafnar. Skipstjóri er Maciej Krzeptowski. Ætlunin er að skipta út nemendum á Thyborön í Danmörku, í Björgvin og í Reykjavík.

Myndir frá ferð skútunnar er hægt að skoða á vef tileinkuðum ferðinni.

Þess má til gamans geta að meðan Witeź II lá við Grandagarð í Reykjavík dagana 7. – 12. júní 1959 vakti hún töluverða athygli eins og sjá má af dagblöðum frá þessum tíma.

Share this Post