Slúður frá Frakklandi

/ júlí 27, 2006

Það eru fleiri slúðursögur héðan frá Paimpol. Sú fyrsta er að sumir í keppnisstjórnarhópnum talast ekki við. Það hlýtur að vera svolítið slæmt þegar mótsstjórinn Emil neitar að tala við blaðafulltrúann Michelle. Við vitum ekki af hverju. Við getum þá kannski bara fengið hana sem okkar einkafréttaritara í næstu keppni. Hún á nefnilega eintóma góða vini á Íslandi.

Meira slúður neðar


Það var allt í veseni varðandi úrslitin í keppninni. Þeir sem stoppuðu í Grindavík gerðu víst með sér samkomulag um að leggja af stað saman. Amk. fjörtíufetararnir. Sá sem sigraði, Thuda Popka, fór hins vegar af stað á undan hinum. Það kom því til þess að það þurfti að þakka dómnefnd mótsins fyrir sín störf við verðlaunaafhendinguna.

Það var áberandi að þegar sigurvegarinn var á leiðinni að taka móti verðlaununum þá var mun minna klappað fyrir honum en þeim sem var í öðru sæti.

Það var eiginlega dáldið fyndið að öllum konum sem tóku þátt í keppninni voru gefin blóm. Frakkarnir hafa líka svo sem ekkert verið taldir standa mjög framarlega í því að sýna konum og körlum sömu framkomu. Ég hefði gefið þeim tattó á framhandlegginn 😀

Skipsstjórarnir kunnu ekkert að taka á móti verðlaunum, eins og þeir hafi aldrei gert það áður. Þeir annað hvort stukku í burtu áður en tókst að rétta þeim verðlaunin eða hlupu niður af pallinum áður en hægt var að ná af þeim mynd. Og uppstilling fyrir mynd gerðist aðeins einu sinni, og það var fjórði varamaður á Azwakh sem kunni sig þegar hann tók við verðlaunum fyrir hönd sinna manna sem ekki voru á svæðinu.

{moscomment}

Share this Post