Spennan magnast

/ september 14, 2006

{mosimage}Ef Lokamótið verður eins spennandi og könnunin hér á síðunni, þá verður fjör. Í könnuninni er fólk beðið um að spá fyrir hverjir hampi Íslandsbikarnum, hverjir verði hlutskarpastir samanlagt úr mótaröð í sumarsins. Jafnt hefur verið á flestum tölum, hvorugur náð að stinga hinn af.

Reyndar var bara boðið uppá tvo kosti, Bestu og Þernu. Aðrir bátar eiga fræðilegan en engan raunverulegan möguleika.

Fyrir Lokamótið hefur Bestan aðeins 20 stiga forskot á Þernuna. Bestan hefur sigrað fjögur af fimm mótum sumarsins. Þernan hefur hins vegar ekki sigrað keppni í sumar og það skemmtilega er að þeir þurfa ekki einu sinni að sigra Lokamótið til að skjóta Bestunni ref fyrir rass og hampa Íslandsbikarnum. Þernan þarf aðeins að vera þremur sætum ofar en Bestan. Það er ekki eins og það sé ómögulegt því í Opnunarmótinu var Þernan einmitt þremur sætum ofar en Bestan. Þennan frábæra árangur Þernunnar má þakka jöfnum og góðum árangri í sumar, alltaf með silfur eða brons, engin léleg keppni.

Það þarf ekki að ræða ágæti Bestunnar, hún er það sem allir miða sig við.


En það er ekki bara spenna á toppnum. Lítið skilur að aðra báta og röð þeirra getur gjörbreyst eftir Lokamótð. Það er sem sagt allt galopið!

Smelltu hér til að skoða stöðuna.


{moscomment}

Share this Post