Spíttbáturinn

/ september 20, 2007

{mosimage}Samkvæmt rannsóknum sérfræðinga á fréttastofu brokey.is er næstum alveg örugglega um að ræða Bavaria 30 Cruising.
Skútan var keypt erlendis.
Hún verður flutt til Reykjavíkur landleiðina á morgun.
Um borð voru rúmlega 50 kíló af amfetamíni (spítt).
Lögreglan í Danmörku, Færeyjum, Noregi, Hollandi og Þýskalandi unnu að aðgerðinni sem ber vinnuheitið pólstjarnan. Handtökur og húsleitir hafa farið fram samtímis í allan dag og hafa margir verið handteknir. Amk. fimm íslendingar, tveir danir og einn norðmaður. Mikil ánægja er meðal samstarfsaðila enda telja þeir að tekist hafi að uppræta glæpahring sem hefur stundað fíkniefnasmygl til Íslands.

Fimm íslendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18 október.
Talið er að um sé að ræða stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið á landinu
Andvirði spíttsins er um það bil hálfur milljarður króna!
Talið er líklegt að sambærilegt smygl hafi mögulega átt sér stað árið 2005 þegar svipuð skúta birtist á Fáskrúðsfirði með svipuðum hætti og var þar fram á vor án þess að nokkur hirti um hana. Síðan var henni siglt til frá landinu um vorið.

Örruggar heimildir eru til staðar um að annar maðurinn, sem grunaður er um að hafa siglt seglskútunni til Íslands, sé 25 ára sjómaður búsettur í Sandgerði. Hinn sé 27 ára karlmaður búsettur í Kópavogi.

Share this Post