Brokey hefur gert samning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Markmið Sportabler er að styðja við og efla skipulagt íþróttastarf með tvennum hætti. Annars vegar með því að auka skilvirkni í skipulags- og samskiptamálum, og hins vegar með því að bjóða kennsluefni í þjálfun jákvæðra persónuleikaþátta í gegnum íþróttir, þar sem æfingar t.d. í sjálfstrausti eru fléttaðar með markvissum hætti inn í íþróttastarfið. Sportabler starfar með leiðandi íþróttafélögum og stofnunum á Íslandi.

Hægt er að sækja APPið í Play store og App store:

Vefverslun Brokey á Sportabler

Heimasíða Sportabler er að finna á https://www.sportabler.com

Grótta semur við Sportabler - Íþróttafélagið Grótta