Stúfur hét sá þriðji

/ júlí 1, 2006

{mosimage}

Azawakh III kom þriðji í mark um sjöleytið. Hér er mynd af honum ásamt áhöfn.
{mosimage}

Skömmu síðar kom Destination Calais. Þeir bundu bátinn lauslega og hlupu beint á næsta bar til að sjá fótboltaleikinn Frakkland – Brasilía.

Það hefur mikið mætt á þeim fáu sem eru á bryggjunni fyrir hönd íslensks siglingafólks -og það eru bara nokkrir bátar komnir af nítján. Siglingafólk úr öllum klúbbum vinsamlegast lítið við, bara til að vera við. Það þarf ekki mikið að gera mest að svara spurningum um hitt og þetta. Það vantar hreinlega fólk til að vera á staðunum þegar það hefur tíma sérstaklega á sunnudag og svo meira og minna alla vikuna.

Nú koma bátarnir inn í kippum og ég hef hreinlega ekki undan að skrifa og ég sem þarf að fara á fréttamannafund… æææææææ það er eins gott að maður er ekki hjartveikur.

Share this Post