Sumarmót – NOR

/ júlí 18, 2007

{mosimage}Tilkynning um Sumarmót Ýmis 2007 er hér…









Tilkynning um keppni – NOTICE OF RACE (NOR)


Tilkynning
um keppni – NOTICE OF RACE (NOR)

 

SUMARMÓT

Ýmis

21. júlí 2007

 

 

Siglingafélagið
Ýmir stendur fyrir siglingakeppni fyrir kjölbáta laugardaginn 21. júlí 2007
samanber mótaskrá SÍL. Keppnin veitir stig í keppni um Íslandsbikar kjölbáta.

 

1.0  Fyrirkomulag keppni

Keppt
verður frá Reykjavíkurhöfn í Fossvog á móts við félagsheimili Ýmis . Að lokinni
keppni verður haldin grillveisla í félagsheimili Ýmis við Vesturvör, þar sem
verðlaunaafhending mun fara fram og hinn glæsilegi Síðsumarbikar verður
afhentur. Er þess óskað að keppnisbátum verði, að keppni lokinni, lagt við
baujur framan við aðstöðu mótshaldara og mun mótshaldari sjá um flutning áhafna
úr og í keppnisbáta.

 

2.0 Reglur

Keppt verður samkvæmt:

a)      Kappsiglingareglum
ISAF 2005 til 2008

b)      Kappsiglingafyrirmælum
SÍL

c)      Kappsiglingafyrirmælum
sem afhent verða á skipstjórafundi

 

3.0 Þátttökuréttur

Rétt til þátttöku hafa
fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

 

4.0 Auglýsingar

Auglýsingar
eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða Kappsiglingareglunum.

 

5.0 Forgjöf

Keppt verður skv. IRC
forgjöf og skulu allir bátar framvísa gildu mælibréfi.

 

6.0 Skráning

Skráning
skal fara fram með tölvupósti sendum Kjartani  Sigurgeirssyni á netfangið kjartans@itn.is  eða í síðasta lagi á skipstjórafundi.

 

7.0 Þátttökugjald

Þátttökugjald er kr.
1.500 pr. áhafnarmeðlim á keppnisbát. Grillveisla að lokinni keppni er
innifalin í þátttökugjaldi.

Þátttökugjald skal
greiðast í síðasta lagi á skipstjórafundi skv. 8. gr.

 

8.0 Tímaáætlun

Skipstjórafundur fer
fram við félagsheimili Brokeyjar við Austurbugt, Reykjavík, laugardaginn 21. júlí
kl. 9:00. Startað verður kl. 10:00..

 

9.0 Stigakerfi

Notað verður
lágstigakerfi skv. viðauka A í Alþjóðakappsiglingarreglunum.

 

10.0   Ábyrgð

Allir sem taka þátt í
mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn, ásamt öllum þeim sem taka þátt í
framkvæmd og skipulagingu mótsins firra sig allri ábyrgð á tjóni, hvort heldur
muna- eða líkamstjóni, sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

 

11.0  Verðlaun og verðlaunaafhendingar

Veitt verða verðlaun fyrir
fyrstu þrjú sætin í mótinu. Verðlaunapeningar sem afhentir verða miðast við 6
menn í áhöfn hvers báts.

 

12.0 Frekari
upplýsingar

Frekari upplýsingar gefur
Kjartan Sigurgeirsson  í síma 691-2448
eða póstfang kjartans@itn.is

Keppnisstjórn verður
tilkynnt síðar.

 

Kópavogi 17. júlí 2007,

Siglingafélagið Ýmir

Share this Post