Sumarmót – úrslit og myndir
Sumarmót Brokeyjar í kænusiglingum fór fram á laugardaginn í glaðasólskini og léttum byr. Keppt var í fjórum flokkum: Optimist A og B, Topper Topaz og opnum flokki. Baldvin Björgvinsson stjórnaði keppni frá dekkinu á stærstu skútu flotans sem tók sig vel út úti á miðri Nauthólsvík.
Áhorfendur og keppendur nutu veðurblíðunnar og veitinga úr nýju hellulögðu stúkunni við Brokeyjarhúsið. Þaðan var raunar hægt að fylgjast með tveimur íþróttamótum í einu: siglingakeppni úti á sjó og strandhandbolta í fjörunni. Brokeyjarforeldrar stóðu vaktina við grillið.

Smellið á ‘nánar’ til að skoða úrslitin og fleiri myndir
Í Optimist A sigraði Sigurður Sean Sigurðsson, Nökkva, og Gunnar Úlfarsson, Nökkva, hafnaði í öðru sæti. Búi Fannar Ívarsson úr Brokey var í þriðja sæti. Þeir voru allir með sama stigafjölda og aðeins röð umferða sem greindi milli fyrsta og annars sætis.
1 | Batman | Nökkvi | Sigurður Sean Sigurðsson |
2 | 16 | Nökkvi | Gunnar Úlfarsson |
3 | 104 | Brokey | Búi Fannar Ívarsson |
4 | 17 | Nökkvi | Oddur Viðar Malmquist |
5 | 201 | Ýmir | Sigurjón Ágústsson |
Í Optimist B sigraði Erlendur Snæbjörnsson, Brokey, og Hrefna Ásgeirsdóttir, Brokey, var í öðru sæti. Baldvin Jóhannesson úr Ými var í þriðja sæti. Þorbjörg Erna Mímisdóttir og Þorgeir Ólafsson, bæði úr Brokey, voru í fjórða og fimmta sæti.
1 | 105 | Brokey | Erlendur Snæbjörnsson |
2 | 106 | Brokey | Hrefna Ásgeirsdóttir |
3 | 202 | Ýmiir | Baldvin Jóhannesson |
4 | 107 | Brokey | Þorbjörg Erna Mímisdóttir |
5 | 103 | Brokey | Þorgeir Ólafsson |
Hilmar Páll Hannesson úr Brokey einmennti á Topper í þetta skipti og sigraði í flokknum en þeir Eyþór Örn Ólafsson og Tristan Alex Jónsson úr Þyt urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti voru þeir Gunnar Hlynur Úlfarsson og Gunnar Kristinn Óskarsson úr Brokey og síðan Ólafur Már Ólafsson og Þórunn Inga Ólafsdóttir, Björn Bjarnarson og Orri Leví Úlfarsson, öll úr Brokey.
1 | 303 | Þytur | Eyþór Örn Ólafsson | Tristan Alex Jónsson |
2 | 100 | Brokey | Hilmar Páll Hannesson | |
3 | 102 | Brokey | Gunnar Hlynur Úlfarsson | Gunnar Kristinn Óskarsson |
4 | 117 | Brokey | Ólafur Már Ólafsson | Þórunn Inga Ólafsdóttir |
5 | 101 | Brokey | Björn Bjarnason | Orri Leví Úlfarsson |
6 | 116 | Þytur | Þórir Pétur Pétursson | Arnar Freyr Kristinsson |
Í opna flokknum sigraði Gauti Elfar úr Nökkva örugglega með fyrsta sæti í þremur af fjórum umferðum á Laser með standardsegli, en Þorlákur Sigurðsson úr Nökkva varð í öðru sæti á Laser með 4.7-segli. Sindri Þór Hannesson, Þyt, lenti í þriðja sæti á Evrópukænu. Eini keppandi Brokeyjar í þessum flokki, Kári Steinarsson, var í sjötta sæti á Laser með standardsegli.
Sæti | Bátsgerð | Seglanúmer | Félag | Stýrimaður | PY |
---|---|---|---|---|---|
1 | Laser | 162638 | Nökkvi | Gauti Elfar Arnarsson | 1078 |
2 | Laser 4.7 | Nökkvi | Þorlákur Sigurðsson | 1175 | |
3 | Europe | Þytur | Sindri Þór Hannesson | 1139 | |
4 | Laser 4.7 | Nökkvi | Lilja Gísladóttir | 1175 | |
5 | Laser 4.7 | Þytur | Andrers Rafn Sigþórsson | 1175 | |
6 | Laser | Brokey | Kári Steinarsson | 1078 | |
7 | Laser | Þytur | Hermann Karl Björnsson | 1078 | |
8 | Laser 4.7 | Þytur | Guðmundur Ísak Markússon | 1175 | |
9 | Laser Radial | Ýmir | Eyþór Aðalsteinsson | 1101 |
Að vanda var efnilegasti keppandinn valinn úr hópi þeirra sem sýnt hafa þótt mestar framfarir. Í ár var það Þorbjörg Erna Mímisdóttir sem hlaut þessa viðurkenningu.
Í keppninni var tekið upp á þeirri nýjung að veita sérstaka viðurkenningu, „gullna stýrið“, fyrir gott starf í þágu kænusiglinga og var Úlfur Hróbjartsson sæmdur þeim heiðri þótt hann væri fjarverandi á þeirri stundu:
Við þökkum Ásgeiri Eggertssyni kærlega fyrir myndirnar sem birtast með fréttinni. Fleiri myndir frá Ágústi Sigurjónssyni er að finna hér.